Ég skellti ég mér á dessert námskeið hjá Salt Eldhúsi um daginn og varð hugfangin út í eitt. Hef ekki séð eins snilldar kennslu-eldhús með eins fallegri umgjörð og þar er.
Mér fannst líka svo gaman að upplifa hvað það myndaðist skemmtileg stemmning þegar fólk sem aldrei hefur hist áður fer að elda og borða saman. Eftir smá stund er eins og allir hafi þekkst lengi. Virkilega sjarmerandi andrúmsloft.
Auður Ögn Árnadóttir er stofnandi Salt Eldhúss. Hún leggur metnað sinn í að bjóða upp á úrvals matreiðslunámskeið þar sem allt fellur saman í eina góða heild: Fallegt umhverfi, viðeigandi tónlist, afslappað andrúmsloft, ilmir, kerti og afskorin blóm ásamt framúrskarandi gestakennurum.
FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ
Námskeiðin eru mjög fjölbreytt – en Salt Eldhús býður upp á kennslu í ítalskri, indverskri, nepalskri og tælenskri matreiðslu.
Þar er kennd ostagerð, bakstur á frönskum makkarónum, gerð tapas rétta, pinnamat og smárétta en slíkt hefur einmitt verið svo vinsælt hjá vina – og fyrirtækjahópum og makkarónunámskeiðin hafa alveg slegið í gegn. Hjá Salt Eldhús er hægt að koma á opin námskeið einu sinni til tvisvar í viku en aðrir dagar vikunnar eru fráteknir fyrir hópa.
MAKKARÓNURNAR HEILLA
Við komuna settust allir til borðs og ræddi Auður um eftirréttina áður en allir hófust handa. Útskýrði innihaldið í hverjum og einum rétti og hvernig ætti að útbúa.
Það sem kom mér skemmtilega á óvart er það hvað er ótrúlega einfalt að gera þessa eftirrétti en maður á það til að mikla þetta svolítið fyrir sér. Gjafakortin þeirra eru einnig mjög vinsæl, virkilega falleg og skemmtileg sem t.d. afmælis -eða jólagjöf. Þau koma í fallegum kassa með litlum Salt stauki, fullum af íslensku handunni sjávarsalti.
Auður Ögn er frábær, algjörlega með ástríðu sína á réttum stað. Hefur skapað stað sem tvinnar saman sjarmerandi andrúmsloft og fullkomin námskeið.
Þið finnið allar upplýsingar á Facebook eða heimasíðu þeirra, sem má finna má hér http://salteldhus.is/
Mæli 100% með Salt Eldhúsi, veitti mér mikinn innblástur!!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.