Kanadíski ljósmyndarinn Sally Davis hefur myndað sömu Happy Meal máltíðina frá McDonalds frá því í fyrra – og það sér ekki á henni.
Til að byrja með tók Sally myndir af máltíðinni á hverjum degi en eftir því sem tíminn leið fór hún að mynda hamingjumáltíðina á nokkurra vikna fresti. Það er lítið mál fyrir hana því útlit máltíðarinnar breytist ekki hætishót.
Hún byrjaði verkefnið þann 10 í Apríl í fyrra. Sally setur viskustykki yfir máltíðina svo hún verði ekki öll í ryki og geymir hana í bókahillu en færir hana svo á hvítan disk fyrir myndatökur. Hún segir máltíðina hafa farið í gegnum sumarhitann í New York borg sem oft fer upp í 30 gráður án þess að kveikja á loftræstingunni og að fyrstu tvær vikurnar hafi hún myndað matinn en síðan hafi skiptunum fækkað og nú myndar hún máltíðina á nokkurra vikna eða mánaða fresti.
Hugmyndina fékk Sally þegar hún las sögu á netinu um kennara sem átti sömu Happy Meal máltíðina í 12 ár og notaði sem dæmi um hvað ætti EKKI að borða. Hana langaði að sannreyna hvort um nútíma þjóðsögu væri að ræða og hér má sjá árangurinn.
190 dögum eftir að Sally kaupir sér Happy Meal lítur hún nákvæmlega eins út! WDF?
Smelltu hér til að sjá Flicker síðu Sally
Hér má svo sjá myndband þar sem leikstjórinn Morgan Spurlock kannar hversu lengi McDonalds hamborgari geymist en hann gerði heimildarmyndina Super Size me þar sem hann prófaði að lifa einungis á McDonalds máltíðum í mánuð.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=j-ljW5YEdao[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.