Á ‘ToDo’ listanum mínum fyrir næsta ár, er “Að læra að gera Sushi”.
Ég er nefninlega nýkomin með mikinn áhuga á sushi matarlist og þræði af því tilefni veitingastaði borgarinnar í leit að hinu fullkomna sushi.
En eins og með svo margan annan mat þá kæmi mér ekki á óvart að hið fullkomna sushi verði gert í eldhúsinu heima, en til þess þarf ég fyrst að læra listina!
Svona áður en ég verð of góð með mig þá sýnist mér, eftir að hafa kynnt mér örlítið sushi listina, að það þurfi að huga að mörgu.
Ég var farin að mikla þetta svolítið fyrir mér, þ.e.a.s. að búa til húsí, eins og drengurinn minn kallar það, en svei mér þá ef ég fékk ekki sjálfstraustið í gærkveldi þegar ég horfði á kennsludiskinn sem fylgir með í flotta “Einfaldara sushi” pakkanum en byrjunarpakki fyrir sushigerðarmenn þar sem fylgja, prjónar, motta, spaði, bók og geisladiskur!
Á geisladisknum leiðir sushikokkurinn Steven Pallet áhorfandann í gegnum allt sem þarf að gera til að framreiða fullkomið sushi. Framsetningin er ótrúlega einföld og mér sýnist þetta bara vera pís of keik!
Bókin er þýdd af matgæðingnum og pjattrófupennanum Rósu Guðbjartsdóttur og hefur Sigurður karl Guðgeirsson eigandi og yfirmatreiðslumaður sushi-veitingarstaðarins suZushii, í Kringlunni (sem er með mjög gott sushi) farið yfir uppskrifirnar og lagað hráefnið að íslenskum aðstæðum þannig að núna getur EKKERT stoppað mig í því að gera mitt húsí sjálf.
Fyrir sushi sælkera er Einfaldara Sushi jólapakkinn í ár!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.