Á morgun er bolludagurinn og margir bíða spenntir, meðan aðra kvíðir fyrir.
En hvers vegna kvíðir suma fyrir bolludegi?
Jú því margir eru að passa línurnar og rjómabolla með sultu og súkkulaði er kannski ekki það hitaeiningasnauðasta sem maður finnur.
Nú er ég er búin að vera vafra á Netinu og sjá allskonar uppskriftir þar sem er verið að gera bollurnar hollari, nota spelt í staðinn fyrir hveiti, sykurlausa sultu og ég veit ekki hvað.
En er þetta kannski bara spurning um að hemja sig og borða bara EINA bollu!? (Þá meina ég svona bakaríistærð, kannski í lagi að fá sér tvær ef þær eru heimabakaðar :)) og EKKI liggja í bollum alla helgina!
Í rauninni þá standa og falla ekki aukakílón á þessari einu bollu sem þú færð þér á bolludaginn! Og það skiptir líklegast engu máli hvort það sé spelt í henni, sykur í sultunni eða rjóminn með dýrafitu eða jurtafitu.
Farðu bara og keyptu þér þá bollu sem þér finnst best, og þú veist að þér þykir best. Horfðu á hana í góða stund áður en þú borðar hana, virtu hana fyrir þér, skoðaðu hana og þegar þú bítur í hana njóttu þess. Ekki borða bolluna í stressi, búðu þér til bollustund…
Svo í næstu máltíð, þá getur þú haft allt lífrænt, spelt, sykursnautt og umvafið í salatbeði!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.