Fennel er grænmeti sem er mjög oft notað í mat (sérstaklega á veitingarstöðum) en má segja að bragðið af Fennel sé einstakt þar sem það minnir örlítið á lakkrís og anís en áferðin minnir á sellerí þar sem það er stökkt og með svipaðar rákir á plöntunni.
Ég vildi kynna mér sögu Fennels og fór á stúfana í leit að upplýsingum og hér er það sem ég fann.
Stutt saga Fennel
Fennel hefur verið notað í mörghundruð ár og á tímum Grikkja var fennel þekkt undir nafninu “marathon” þar sem það óx á því svæði sem hinn mikli bardagi “Maraþon bardaginn” (e. Battle of Marathon) var haldinn. Fennel var heiðrað Pheidippides (hlauparinn sem hljóp fyrsta maraþonið) eftir að hafa borið þau tíðindi að Athena sigraði Perneska herinn í Maraþon dalnum og en Pheidippides datt niður dauður eftir hlaupið.
Hvar vex Fennel?
Það má segja að Fennel vaxi út um allt; í Evrópu, í Miðjarahafinu, Bandaríkjunum, Frakkalandi, Indlandi, Rússlandi og á fleiri stöðum og er einnig hægt að rækta það í íslenskum matjurtargörðum.
Hvernig á að velja Fennel?
Fennel sem er hreint, þétt (e. firm), sterklegt (e. solid) án þess að vera marið, með bletti eða klofið er gott Fennel. Laukurinn á Fennelinu á að vera hvítur eða með ljósum grænum lit. Stilkurinn á að vera frekar beinn og blöðin eiga að vera græn á litinn. Engin merki eiga að vera um að Fennelið sé að fara blómstra. Þegar þú handfjatlar ferskt fennel á að vera ferskur ilmur frá plöntunni og þú átt að finna keim af lakkrís eða anís.
Hvernig á að geyma Fennel?
Ferskt fennel á að geyma í ísskáp og borða sem fyrst þar sem það missir bragð fljótlega. Einnig er mælt með að geyma fennel fræ í ísskáp til að halda bragðgæðum.
Vissir þú að fennel er oft notað til að auka brjóstamjólk?
Greinin var unnin upp úr whfood.com
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.