1. Spínat
Spínat er með mjög hátt hlutfall af járni samanborið við aðrar grænmetis og kjötvörur. Það er einnig mjög ríkt af kalki og omega.
2. Brokkolí
Það er mjög mikið c-vítamín í brokkolí og einnig er það rosalega trefjaríkt. Það brennir fitu extra vel.
3. Blómkál
Mjög næringaríkt og lágt í fitu. Inniheldur einnig Indole-3-carbinol sem hægir á vexti æxla í brjóstum og blöðruhálskirtli.
4. Sætar kartöflur
Ríkar af flóknum kolvetnum, a-vítamíni, c-vítamíni og B6. Þær hjálpa til við að koma jafnvægi á blóðsykurinn og lækka insúlín.
5. Tómatar
Neysla tómata er góð fyrir hjartað og húðina – þeir vernda hana frá útfjólubláu geislunum. Í þeim eru andoxurnarefni og mikið af c-vítamíni.
6.Epli
Rannsóknir benda til þess að epli dragi úr hættu á krabbameini í þörmum, blöðruhálskirtli og lungnakrabba. Epli hjálpa einnig við hjartasjúkdóma og þyngdartap. Þau stjórna kólestróli og eru mjög trefjarík.
7. Bláber
Neysla á bláberjum getur komið í veg fyrir vitglöp. Vitglöp þýðir með öðrum orðum minnisleysi og minnkandi hæfni til að takast á við lífið og tilveruna. Bláber vinna á móti hrörnun líkamans og koma í veg fyrir þvagfærasýkingar. Bláberin eru holl meltingunni þar sem þau bæði verka á niðurgang og harðlífi. Þau minnka einnig bólgur í meltingarvegi og vinna gegn bakteríusýkingum. Dökku blárberin innihalda meira af andoxunarefnum en þau ljósari – því dekkri sem þau eru því hollari.
8. Möndlur
Í þeim er rík uppspretta af E-vítamíni 24mg í 100g. Þær lækka kólestról ef þú borðar 73gr af möndlum á dag lækkaru kólestrólið um 9,4%. Möndlur brenna fitu vel.
9.Lax
Hann er mjög prótein ríkur og inniheldur mikið af omega 3 fitusýrum og D-vítamíni.
10. Jógúrt
Kemur jafnvægi á meltinguna.
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.