Matthew McConaughey hefur heldur betur verið að sækja í sig veðrið síðustu misseri.
Hann fer með snilldar leik í hverri stórmyndinni á fætur annarri og svo stóð hann sig verulega vel í fyrstu þáttarröð True Detective og það verður gaman að sjá meira af honum í þeim þáttum. Fyrir utan hvað hann var æðislegur í Wolf of Wallstreet þó hann væri stutt á skjánum. Auk þess að vera hæfileikaríkur listamaður er hann líka alveg guðdómlega fallegur maður. Það eru spékopparnir, liðað hárið, brosið og texas hreimurinn sem heillar og auðvitað skemmir ekki fyrir að hann er í hörkuformi.
Matthew McConaughey fæddist í Texas árið 1969. Móðir hans var leikskólakennari og faðir hans átti bensínstöð. Matthew er yngstur þriggja bræðra.
Hann var valinn kynþokkafyllsti maður á lífi árið 2005 af People Magazine. Okkur finnst hann nú bara enn þá meira heillandi í dag því það er eitthvað svo fallegt við að sjá hann með konu sinni og börnum sér við hlið.
Óútreiknanlegur og hvatvís.
Það verður bara að segjast að maðurinn er skemmtilega klikkaður hann var t.d. handtekinn árið ’99 fyrir að streytast á móti handtöku. Það hafði sem sagt verið kvartað undan honum fyrir hávaða snemma morguns. Lögreglumennirnir komu að honum nöktum á heimili sínu þar sem hann spilaði hátt og af miklum krafti á bongótrommur.
Matthew hugsar vel um tennurnar: “I brush all the time. I have a toothbrush in my car. I have a toothbrush in my bedroom, bathroom, kitchen. I figure…you can’t do it too much.”
Í gaggó var hann valinn “most handsome”. Hann fór í eitt ár sem skiptinemi til Ástralíu, heldur enn þá sambandi við skiptinemafjölskyldu sína og hefur haldið upp á jólin með henni. ’89 byrjaði hann í University of Texas þar sem hann var meðlimur í alþjóðlega Delta bræðralaginu. Matthew útskrifaðist ’93 með B.S. gráðu í “Radio-Television-Film”.
Hér má sjá Matt Damon herma ótrúlega skemmtilega eftir McConaughey.
[youtube]http://youtu.be/r4UqIzvOAWQ[/youtube]
Flippaður og fallegur, Matthew McConaughey.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.