Hefur þú prófað að nota matarsóda til að gera tennurnar þínar aðeins hvítari? Þetta er mjög einföld aðferð sem virkar fyrir alla og tekur enga stund.
Það eina sem þú þarft er matarsódi og tannbursti.
Svo er bara að bursta tennurnar upp úr matarsódanum þegar þér finnst tími kominn á það.
Við höfum lesið um þetta trikk á hinum og þessum vefmiðlum og svo virðist sem mjög margir noti það en það þarf að passa upp á að gera þetta alls ekki oft, í mesta lagi einu sinni til þrisvar á ári. Einnig þarf að gæta þess að fara varlega að gómnum.
Matarsóda má reyndar líka nota í að hvítta ýmislegt annað; Til dæmis til að hreinsa vaska og allskonar leirtau og svo hefur hann víst reynst ágætlega gegn þvagfærasýkingu og brjóstsviða. Semsagt, mikið undralyf.
Þetta kvót fundum við á netinu um notkun matarsóda á tennur:
“Cut down on dentist teeth cleaning costs. Clean your teeth with Baking Soda. Works really well with a rotary toothbrush. Go gently at the gumline as baking soda is abrasive. I just used it again a couple of days ago and there is no longer any tartar build up! I only do this at most 3 times a year”
Svo ef þú vilt spara þér 30.000 kallinn sem það kostar að láta hvítta í sér tennurnar, spanderaðu þá 300 kalli á dós af matarsóda og gerðu tilraun í kvöld!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.