Söngkonan Mary J. Blige segist hafa hætt að drekka þegar vinkona hennar Whitney Houston lést en sjokkið varð svo mikið að Mary endurmat allt sitt eigið líf.
Hún segir að dauði Whitney hafi vakið hana til rækilegrar umhugsunar um eigin lífsstíl og verðmæti lífsins og í kjölfarið tók hún þá ákvörðun að láta áfengið eiga sig.
Í viðtali við Guardian segist hún hafa hætt að drekka, meðal annars til að bæta sína eigin heilsu.
Hún sagði: “Ég var í jarðarförinni og fékk bara áfall að sjá manneskju sem var mér svo nákomin í líkkistu. Ég áttaði mig á hvað skiptir máli í eigin lífi.”
Mary segist ekki hafa hætt á einni nóttu heldur gerðist það hægt og rólega. “Mér líður mikið betur núna, er mikið skýrari og þolinmóðari. Og ég grenntist líka mikið. Um leið og þú hættir að drekka þá fjúka kílóin af þér!”
Söngkonan sæta segist ekki drekka neitt annað en engiferöl og diet Coke. Flott hjá henni!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.