Marta María Jónasdóttir heitir blaðakona sem í gegnum árin hefur tileinkað sér lífsstílsskrif hverskonar með góðum árangri.
Hún starfar nú sem yfirkona dægurmáladeildar mbl.is en hefur áður gert garðinn frægan á m.a. Pressunni og með hönnunarblaðinu Veggfóðri sem kom út hér um árið og með Þóru Sigurðardóttur gaf hún út tvær unglingabækur: Djöflatertuna og Ef þú bara vissir…
Henni finnst líka rosalega gott að rúnta og gerði sína fyrstu tilraun til þess fljótlega upp úr fermingu með lélegum árangri, sér stundum drauga, kann að gera súpu frá grunni án þess að nota teninga og finnst gaman að gera myndskeið fyrir mbl.is
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? Yfirleitt reyni ég að horfa á fréttirnar áður en ég fer að sofa og ef ég er í mjög góðu stuði næ ég Kastljósinu líka. Yfirleitt er ég þó sofnuð áður en veðurfréttirnar byrja.
Hefurðu séð draug? Ég er alltaf að rekast á einhverja drauga.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það? Ég veit það ekki, ég er aðallega að skoða samlegðaráhrif stjörnumerkja dýrahringisins og kínversku stjörnumerkjanna þessa dagana. Ég er til dæmis hrútur í dýramerkjunum og snákur í þeim kínversku. Það er alveg bannvæn blanda því bæði eru þetta eldsmerki sem þýðir að ég er alveg “on fire”.
Í hvaða merki ert þú? –Hrútur.
Áttu uppáhalds hönnuð? Ég get ekkert að því gert að mér finnst gömlu heimfrægu hönnuðirnir alltaf flottastir eins og Coco Chanel og Christian Dior. Svo á Kenzo stjörnuleik þegar kemur að heimilisdóti, teppum og bollastellum.
Flottasta kvenfyrirmyndin? Hillary Clinton.
Uppáhalds tímasóunin? Að rúnta, mér líður óþægilega vel í bíl.
Nefndu mér fimm uppáhalds bíómyndirnar þínar:
- Sound Of Music.
- Eldfjall
- Jón Oddur og Jón Bjarni
- The Reader
- Reykjavík Rotterdam
Ætli ég væri ekki leigubílstjóri því mér finnst bæði skemmtilegt að rúnta og svo hef ég óstjórnlegan áhuga á öðru fólki. Sem leigubílstjóri gæti ég sameinað þetta tvennt.
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? –Auðvitað. Látúnsbarkinn Bjarni Arason þótti til dæmis mjög töff þegar ég var 11 ára. Ég sendi honum tyggjóplötur í pósti og skrifaði honum aðdáendabréf.
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum? Það er ekki gott að segja. Ætli sé ekki best að hafa þessa setningu að leiðarljósi: If you love somebody set them free.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? Töfrarnir gerast á netinu og það fátt skemmtilegra en að fylgjast með lestrartölum og miðla áhugaverðum hlutum til lesenda. Svo finnst mér ógurlega gaman að gera myndskeið enda státar mbl.is af flottustu netsjónvarpsstöðinni á Íslandi.
En erfiðast? Ætli það sé ekki það að netið sefur aldrei. Það bitnar þó meira á mínum nánustu því ég á það til að gleyma mér í tölvunni. Synir mínir eru þó búnir að finna flöt á þessu. Þegar mamma þeirra lokar sig af inni í sínu herbergi fara þeir í leik sem gengur út á að koma í heimsókn. Bank, bank …
Hefurðu séð draug? Ég er alltaf að rekast á einhverja drauga.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Ætli ég væri ekki leigubílstjóri því mér finnst bæði skemmtilegt að rúnta og svo hef ég óstjórnlegan áhuga á öðru fólki. Sem leigubílstjóri gæti ég sameinað þetta tvennt.
Hvað ertu að fara að gera á eftir? Brjóta saman þvott, fara út að hlaupa, skrifa í dagbókina mína og elda súpu. Uppáhaldið mitt þessa dagana er að gera súpur frá grunni. Búa til soð úr beinum. Með því að gera það aukum við hollustu til muna og getum sleppt öllum súputeningum sem eiga það til að innihalda aukefni sem eru ekki góð fyrir kroppinn.
Manstu eftir vandræðalegu atviki sem henti þig á gelgjuskeiðinu? Gelgjuskeið mitt var eitt stórt vandræðalegt tímabil. Hvar á ég að byrja? Fjórum dögum eftir að ég fermdist stal ég bíl foreldra minna og endaði ökuferðin á bílskúrshurðinni heima, svo dæmi sé tekið. Ég skammast mín ennþá.
Hvernig langar þig að verða sem gömul kona? Eins og amma mín og ömmusystir, þær eru langflottastar.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna? Ekki gera neitt á morgun sem þú getur gert í dag. Tíminn er allt of dýrmætur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.