Ef þú hefur reynt að ná í annaðhvort Ásdísi Rán eða Mörtu Maríu á Smartlandi frá áramótum en aldrei fengið svar skaltu ekki örvænta.
Þetta er ekkert persónulegt, þú skalt ekki láta höfnunartilfinninguna yfirtaka þig, verða brjáluð, hætta að lesa Smartlandið eða fylgjast með húsmæðrayfirhalningu Ásdísar… þær eiga bara báðar iPhone sem var stilltur á “Do Not Disturb”.
Marta María benti vinum sínum á Facebook á þessa staðreynd í morgun þegar hún skrifaði í status:
“Ánægjulegt að fatta það að síminn minn er búinn að vera stilltur á “Do Not Disturb” stillingu allan janúar. Þeir allra hörðustu hafa náð sambandi – eða þeir sem hringja alltaf í mig tvisvar eða oftar þegar ég svara ekki …”
Helga segist þá hafa lent í því sama en hún var ekki ein… á eftir kemur platínuljóskan Ásdís Rán sem hafði pælt mikið í þessu síðustu tvær vikurnar… enda lítið verið hringt í hana.
Þannig að elsku lesandi. Ef þér líður eins og enginn vilji tala við þig lengur, eða átt óskaplega erfitt með að ná sambandi við einhvern sem var að fá sér nýjan iPhone þá gæti þetta verið skýringin.
Do not disturb!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.