Guði sé lof fyrir TED. Þvílíkur vettvangur til að deila hugmyndum og fróðleik og það á skemmtilegum og mannlegum nótum.
Amanda Palmer er listamaður sem hefur vakið athygli fyrir það traust sem hún ber til aðdáenda sinna. Hún býður tónlist sína frítt á netinu en treystir því að aðdáendur sínir muni borga fyrir hana.
Það er einmitt eitt af því sem Experience Led Marketing snýst um þ.e.a.s. þessa tryggð sem vörumerki eins og Google, Disney og Nike hafa náð að byggja upp og hefur gert þau af einum af stærstu og farsælustu vörumerkjum í heimi.
Þessi merki láta ekki vörur sínar sem slíkar skilgreina sig heldur eitthvað annað og meira sem er óáþreifanlegt.
Það er ekki bara verið að selja vöru til afnota heldur eitthvað meira, einhverja tilfinningu, einhverja upplifun. Það er verið að tengja við fólk á tilfinningalegu “leveli”.
Tökum Nike sem dæmi. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að hlaupa. Viðurkenni þó að ég er ekki alltaf í stuði. Ég kaupi Nike íþróttafatnað ekki eingöngu vegna þess að fötin eru flott heldur vegna þess að auglýsingarnar hvetja mig.
Þegar ég þarf að koma mér í hlaupa gírinn á ég það til að “googla” Nike auglýsingar í þeim tilgangi að peppa mig upp. Aldrei myndi ég kaupa mér vörur frá Adidas eða Puma. Ekki vegna þess að mér finnist þeirra vörur eitthvað síðri. Málið er bara að Nike gefur mér eitthvað “extra”, eitthvað umfram það sem keppinautarnir bjóða. Ég tengi við Nike og Nike tengir við mig.
Aftur að Amöndu.
“How do you make all these people pay for music? And the real answer is I didn’t make them, I asked them. And through the very act of asking people I connected with them and when you connect with them people want to help you.”
Hún endar fyrirlestur sinn með því að varpa þessari spurningu fram, sem mér finnst algjört lykilatriði hvað varðar þróun tónlistarmarkaðarins,: “How do we make people pay for music? What if we started asking, how do we let people pay for music?
Áhugafólk um markaðsmál og þróun tónlistarmarkaðarins má ekki láta þennan fyrirlestur fram hjá sér fara.
[youtube]http://youtu.be/xMj_P_6H69g[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.