Marilyn Monroe er og var ein umdeildasta ljóska allra tíma og enn er hún notuð á stórum auglýsingaspjöldum um allan heim.
Marilyn Monroe var kynbomba mikil sem átti ógrynni karlmannsaðdáenda. Má þar meðal annars nefna Arthur Miller og John F. Kennedy en þrátt fyrir að vera dáð af mörg þúsundum var líf hennar markað af misheppnuðum hjónaböndum, vímuefnavanda og tilraunum til að vera tekin í sátt og viðurkennd sem listamaður.
Þessar fallegu ljósmyndir voru teknar 1955 af Ed Feingersh en Marilyn var þá nýflutt til New York þar sem hún fór í leiklistarnám í Lee Strasberg Actors Studio þar sem myndirnar eru teknar. Þessar myndir sýna Marilyn afslappaða og einlæga en einnig er hægt að sjá mjög einmana hlið á Marilyn Monroe þar sem hún var nýskilin við Joe DiMaggio (frægur hafnaboltaleikmaður í bandaríkjunum).
Myndirnar eru í einkaeigu ljósmyndasafnarans Michael Ochs og voru nýlega sýndar almenningi.
Viltu meira um Marilyn: https://pjatt.is/2010/10/27/marilyn-monroe-dasamlegasta-ljoska-allra-tima/
og hér: https://pjatt.is/2010/12/09/vogue-1962-marilyn-monroe/
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.