Margréti Erlu Maack er margt til lista lagt en fyrir utan að vera kraftmikill meðlimur Kastljóssins er hún magadansari og nú Sirkusstelpa sem ætlar að skemmta sjálfri sér og okkur í Sirkúsþorpinu sem verið er að reisa í Vatnsmýrinni.
Við sendum þessari skemmtilegu stelpu nokkrar vel valdar spurningar sem gera okkur kleift að kynnast henni örlítið betur; Hér segir hún okkur m.a. frá frumkvöðlinum ömmu sinni, innilokennd sem tengist svefnpokum og geimskipum og loftfimleikaæfingum með Sirkús Íslands.
-Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið?
Það fer nú bara eftir hvað ég var að gera þann daginn. Oft er ég á yfirspani að semja dansa eða sirkúsatriði sem ég gleymi svo daginn eftir. Ég ætti kannski að kaupa glósubók á náttborðið.
-Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu?
Volcano-sirkúslistahátíðin, þar sem ég og vinir mínir í Sirkús Íslands verðum á útopnu í tíu daga. Fimmtán sýningar á tíu dögum… Ég er mamma fullorðinssirkúsins Skinnsemi, sem ég mæli með fyrir skemmtilegt fólk. Það styttist líka í næsta Hits & Tits karaokekvöld sem ég sé um með bestu vinkonu minni. Svo er ég að fara til Ecuador seinna í sumar með fjórum unglingum að læra um frið og mannréttindi.
-Hefurðu séð draug?
Já, ég sá einn í New York um daginn. Íbúðin hans Erics vinar míns er eitthvað haunted.
-Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það?
Ekki stjörnumerki… en ég tengi mikið við fólk sem er fætt í apríl. Nánasta samstarfsfólk er að miklum hluta fætt 20.-30. apríl t.d.
-Flottasta fyrirmyndin?
Amma Erla og mamma mín. Þær kenndu mér að besta leiðin til að sameina fólk og sýna því að maður elski það er að gefa því að borða eða borða með því. Amma er algjör frumkvöðull á ýmsum sviðum, flutti sextán ára til Köben með síldartunnu sem gjaldeyri. Svo stofnaði hún barnafataverslunina Bangsa Fix og er mikil ævintýrakona. Mamma mín er ótrúlega hæfileikarík og besti leikarinn í fjölskyldunni þó hún sé ein af fáum sem hefur ekki lært leiklist eða starfar við sviðslistir. Hún er frábær eftirherma og það leikur allt í höndunum á henni. Hún hefur ótrúlega gaman af fólki og það sogast allir að henni. Nú svo eru þær bara svo smart.
Ég pissaði undir í svefnpoka í útilegu í Svíþjóð. Fékk svo mikla innilokunarkennd í svefnpokanum.
-Uppáhalds tímasóunin?
Raunveruleikaþættir með keppnisívafi, Bollywood á youtube, karaokeæfingar.
-Hvaða 5 hluti tækirðu með í geimfarið?
Má ég vera eftir heima? Ég er með innilokunarkennd og get ekki einu sinni horft á myndir sem gerast i geimfari.
-Hvernig bíl langar þig í?
Ég er bara góð á draumafarartækinu mínu, honum Músa litla sem er alls ekki bíll heldur ítölsk vespa með merki ítalska flughersins.
-Nefndu 5 uppáhalds bíómyndirnar þínar:
The Court Jester, Með allt á hreinu, Devdas, Cockettes og Cabarett.
-Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu eða leikara?
No comment. (HÆ STRÁKAR!)
-Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum?
Nú spyrðu ranga manneskju. Hef litla reynslu til að miðla.
-Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna?
Fólkið, hæfileikarnir, sköpunargleðin og almenn læti.
-En erfiðast?
Það er erfitt að rigga loftfimleikagræjunum á stuttum tíma og stundum slasa ég mig því ég svo mikill klaufi. Er með afar fallegan trampólínmarblett *núna.* Ég fer líka oft að gráta á æfingum því ég er svo glöð hvað við erum orðinn góður sirkús.
-Hvaða kaffihúsi eða veitingastað í borginni myndirðu mæla með?
Snaps.
-Hvaða starf myndirðu velja ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna?
Væri alveg til í að vera Kabarett dama eða magadansmær í New York.
-Manstu eftir vandræðalegu atviki sem henti þig á gelgjuskeiðinu?
Ég pissaði undir í svefnpoka í útilegu í Svíþjóð. Fékk svo mikla innilokunarkennd í svefnpokanum. Prófaði aftur að sofa í svefnpoka tíu árum síðar, sama gerðist. Þannig að ekki taka því persónulega að ég vilji ekki fara í útilegu.
-Hvernig langar þig að verða í ellinni?
Mig langar að fara í skemmtiferðaskipsferð og svo langar mig að mastera ísgerð eins og amma mín. Ég vona að ég verði jákvæð og að við systir mín verðum ennþá vinkonur.
-Hvað ertu að fara að gera á eftir?
Klippa sirkúsþátt sem verður á RÚV á fimmtudaginn… Fara á sirkúsfund, plana, skipuleggja og brosa. Og reyna að jafna mig eftir Mánudagsklúbbinn.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.