Margaret Thatcher. Mig langar að segja andlegur leiðtogi minn, en þori því ekki þar sem ég hef ekki lesið ævisöguna, og tel mig því ekki þekkja nógu vel til hennar til að fara með svo stóra fullyrðingu.
Það breytir því þó ekki að síðasta sumar rakst ég á vísun í hana sem hreif mig á sama tíma og hún ögraði mér.
“I wasn’t lucky, I deserved it”
Mér til mikillar gleði blasti við mér á netinu aragrúi af öðrum álíka ögrandi og beinskeittum tilvitnunum frá bæði aðdáendum hennar og andófsmönnum en Margaret Thatcher var einn umdeildasti stjórnmálamaður Bretlands, hún var annaðhvort hötuð eða dýrkuð og ekkert þar á milli.
Ef marka má meðfylgjandi tilvitnanir er kannski ekkert skrítið að hún hafi náð eins langt og hún gerði, forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979-1990 og leiðtogi breska Íhaldsflokksins 1975-1990 en hún varð fyrst kvenna til að gegna þessum tveimur stöðum og sat lengst allra samfellt sem forsætisráðherra Bretlands á 20. öld.
Margaret var vog, fædd 13. október 1925. Hún lést 8. apríl 2013. Beinskeitt kona og orðheppin.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.