Ef þið eruð prinsessur í kastala og eruð að leita ykkur að kjól þá mæli ég með að þið skoðið sumar 2011 línuna frá Marchesa en hún er vægast sagt ótrúlega prinsessuleg og falleg…
Mikið skreytt hálsmál, handmáluð blóm, blúnda og silki og ótrúlega flott snið!
Flestar flíkurnar úr þessari línu eru kjólar sem myndu henta best á rauða dregilinn eða fyrir prinsessur, en svo eru þarna inn á milli nokkrir glamúr-samfestingar, mjög töff.
Eina sem ég hef að segja um þetta collection er ‘HOLY SMOKES’!!!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.