Mantran þessa vikuna er einstaklega einföld í orðum en kannski ekki eins einföld að fara eftir.
Metingurinn er svo rótgróinn í okkur að það er auðvelt að gleyma sér í honum og gefast upp.
Ég hef alltaf átt afskaplega erfitt með að fara eftir þessu því það er svo auðvelt að festast í þeirri hugsun að það er alltaf einhver sem er betri í hinu eða þessu svo afhverju á ég þá að reyna?
En heimurinn væri einstaklega leiðinlegur og einsleitur ef aðeins þeir sem væru bestir í hverju fagi létu ljós sitt skína.
Þú átt allan rétt á því að blómstra á þinn einstaka hátt, því jú það er enginn eins og þú.
Svo leyfðu þér að blómstra í öllu því sem þú gerir – og ég hef lært það í gegnum tíðina að allt sem gert er í einlægni er alltaf það fallegasta.
,,Blómið hugsar ekki um að keppa við næsta blóm. Það einfaldlega blómstrar.”
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.