Mánudagsmantran þessa vikuna er eitt lítið leyndarmál um það sem allra hamingjusamasta fólkið gerir.
Það að eiga allt það flottasta sem hugurinn girnist verður aldrei lykillinn að hamingjunni.
Þegar þú sérð allt það góða í því sem þú átt nú þegar ferðu að sjá alla hamingjuna sem er í kringum þig.
,,Þeir sem eru hvað hamingjusamastir eiga ekki það besta af öllu, heldur gera það besta úr öllu.”
Vertu ánægð með allt það sem þú átt, lítið og stórt.
Þó þú haldir að það sé til eitthvað betra og flottara þá mun það ekki færa þér meiri hamingju.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.