Mánudagsmantran: Gerðu allt með góðvild í dag

Mánudagsmantran: Gerðu allt með góðvild í dag

da4708a6b7dfc523f8c8b7c143ffeb35

Mantran þessa vikuna er góðvild. Ég vil endilega að þú takir þessa möntru með þér út í daginn og prófir að setja smá góðvild í allt það sem þú gerir í dag.

Við vitum það öll að eitt lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt og þú veist aldrei hvaða áhrif smá góðvild hefur á aðra og umhverfið í kringum þig.
ac44afe7af995d37b739779ad466d63f

Gerðu allt með góðvild

Það þýðir að sjálfsögðu ekki að þú eigir að segja já og amen við allt og alla. En einungis það að hafa hlýtt viðmót til annara og til þeirra aðstæðna sem þú ert í, sendir út góða orku sem lætur þér og öðrum í kringum þig líða vel. Þú tapar aldrei á því að sýna smá góðvild.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest