Mantran þessa vikuna er góðvild. Ég vil endilega að þú takir þessa möntru með þér út í daginn og prófir að setja smá góðvild í allt það sem þú gerir í dag.
Við vitum það öll að eitt lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt og þú veist aldrei hvaða áhrif smá góðvild hefur á aðra og umhverfið í kringum þig.
Gerðu allt með góðvild
Það þýðir að sjálfsögðu ekki að þú eigir að segja já og amen við allt og alla. En einungis það að hafa hlýtt viðmót til annara og til þeirra aðstæðna sem þú ert í, sendir út góða orku sem lætur þér og öðrum í kringum þig líða vel. Þú tapar aldrei á því að sýna smá góðvild.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.