Við höfum öll eitthvað í lífinu sem við viljum breyta, eða bæta. Meðvitað er ómeðvitað þá er eitthvað sem þú vilt að sé öðruvísi.
Kannski ertu með eitthvað verkefni sem gengur aldrei upp.
Kannski er það eitthvað hversdagslegt á heimilinu sem þú vildir að væri öðruvísi en það hefur alltaf verið gert á vissan veg og því heldurðu bara í gamlan vana þó svo það geri þig brjálaða.
Kannski þráir þú nýjan starfsframa en leiðin í vinnuna er svo þægileg að það tekur því ekki.
Kannski sérðu aldrei neina breytingu í ræktinni þó þú mætir alltaf reglulega og gerir sömu æfingarnar.
Þú ert alltaf að óska eftir breytingu en ekkert gerist. Þá er dagurinn í dag til að prófa nýja leið.
Gamlar leiðir opna ekki nýjar dyr.
Hvert svosem þessi mantra leiðir þig, hvar sem þú getur tengt við hana í lífinu þá er alltaf rétti tíminn til að prófa nýja leið.
Og ef sú leið virkar ekki heldur, prófaðu þá nýja.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.