Ég held að flestum okkar sé kennt snemma á lífsleiðinni að vera góð við náungann.
Við lærum snemma að gera hvorki né segja ljóta hluti við aðra, því þannig viljum við einmitt að komið sé fram við okkur sjálf.
En þar sem þú getur einungis stjórnað þinni eigin hegðun, – getur þú ekki séð það fyrir þegar einhver hegðar sér illa í þinn garð.
Og þar kemur mantra vikunnar til sögunnar.
Ég veit ekki alveg hvernig er best að íslenska þessa möntru. Einföld útskýring væri samt:
,,Ekki valda neinum skaða, en ekki láta skítkast frá öðrum yfir þig ganga.”
Fólk vill svo oft misskilja góðvild annara fyrir veikleika og halda því að það geti hreinlega valtað yfir viðkomandi og stjórnað að vild.
Ekki leyfa neinum að koma illa fram við þig
Stattu með sjálfri þér og aldrei leyfa neinum að koma illa fram við þig.
Ekki samt láta reiðina ná yfirhöndinni og halda að eina leiðin sé að fara niður á þeirra plan og koma illa fram við viðkomandi til baka.
Það er alltaf til betri leið til að koma þeim boðum til skila að svona hegðun eða gjörðir séu ekki í lagi og að þú munir ekki láta það viðgangast.
Stattu alltaf með sjálfri þér og haltu áfram að sýna öðrum góðvild og virðingu, það mun alltaf fá það þúsundfalt til baka.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.