Ég veit ég er ekki ein í því að vera með ,,to do” lista sem er nær endalaus. Það sama má segja um markmiðalistann.
Sama hvað… þá grynnkar aldrei á þessum listum og þeir bara lengjast og lengjast. Því situr allt bara á hakanum og ég held mig sem lengst frá. En verkefnin hanga samt alltaf yfir mér og mantran þessa vikuna er til að hjálpa þér og mér að byrja að taka á þessu. Og það er víst bara ein leið til þess…
Besta leiðin til að fá hlutina til að gerast er einfaldlega að byrja.
Hvort sem þú ert með þessa lista eins og ég eða eitthvað annað verkefni sem þú vilt ná að komast yfir, þá er bara ein leið til að fá hlutina í gang – og það er að byrja!
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.