Það er svo auðvelt að gefast upp þegar eitthvað gengur ekki eins og við viljum að það geri.
Það er svo auðvelt að festast í þeirri hugsun að þú hafir tapað og getir ekki.
Og við leyfum okkur svo auðveldlega að festast í þessum hugsunarhætti sem er bara hreint eitur.
Því vil ég að þú skrifir þessa möntru hjá þér því hún er einstaklega öflug. Og í hvert sinn sem þú stendur þig að því að halda að þú hafir tapað minntu þig á að þú tapar aldrei.
Hugsaðu þér bara hversu óstöðvandi þú ert ef þú getur ekki tapað.
Ef þú vinnur ekki, þá lærirðu. Og heldur svo áfram.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.