Mánudags mantran þessa vikuna er eitthvað sem þú ættir að gera að vana þínum strax í dag.
,,Talaðu um blessun þína, ekki byrðar.”
Það græðir enginn á því að velta sér upp úr öllum heimsins vandamálum og öllu neikvæðu sem hefur komið fyrir mann eða gæti komið fyrir mann.
Vendu þig frekar á að hugsa og tala meira um allt það fallega sem þú hefur. Það er ekki sjálfgefið að vakna upp við góða heilsu, í mjúku rúmi, eiga góða fjölskyldu og fá mat á diskinn á hverjum degi.
Hvað svo sem það er, þá er alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir. Og þessi litla breyting, getur orðið að vana á örskotsstundu og þú ferð að taka betur eftir fallegu hlutunum í lífinu, líða betur, verða hamingjusamari.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.