Þetta er sérstaklega einfalt. Karlmaður skyldi ganga inn á sviðið á undan konunni.
Margir karlmenn ganga í því villuljósi að mannasiður sé að opna hurðina til dæmis á veitingastað og leyfa konuni að valsa inn.
Þetta er rugl.
Herrann á að ganga fyrst inn á staðinn, ná sambandi við afgreiðslufólk, fá borð fyrir þau og ryðja þannig veginn og vera um leið skjöldur fyrir konuna sem fylgir á eftir. Slík er ekta sjéntilmennska.
Gestir á veitingastað líta gjarnan við er einhver kemur nýr inn, þegar herrann gengur fyrstur inn spyrja menn sig: “hver kemur á eftir honum?” þannig á einmitt innganga konunnar að vera -dularfull.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.