Facebook er samskiptatæki sem við erum öll enn að læra á. Stundum getur Facebook verið mjög skemmtileg og stundum er þetta okkur til vandræða.
Það er til dæmis ekki skemmtilegt að sjá mynd af sjálfri sér í veislu, við það að stinga risa sneið af brauðtertu í munninn, enn með rækjusalat í munnvikunum. Hvað þá myndir af djamminu, klukkan orðin vel yfir þrjú og komin tími til að ganga heim. Sveitt eftir þrjá tíma á dansgólfi.
Stöðuuppfærslur vina og vandamanna geta jafnframt verið bæði skemmtilegar en svo eru það þessar sem bæta einhvernveginn ekki daginn.
Hér eru 5 dæmi um statusa sem falla misvel í kramið:
1.
Dularfulla týpan: “Anna veltir því fyrir sér hvort þetta hafi allt verið þess virði” – “Hvað næst?” – “Breytingar í vændum” og svo framvegis…
2.
Ósátta týpan: “Jesús! Hver pantaði þessa RIGNINGU. Bíllinn verður svo skítugur!”
3.
Tilgangslausar aðferðir til að bæta heiminn: “Ef þú vilt eyða hungri í heiminum, settu þá litinn á sokkunum þínum í status næsta hálftímann.”
4.
Opna týpan: “Note to self: Næst ætla ég EKKI í g-streng þegar ég er að drepast úr candida vanda.”
5.
Týpan sem póstar á korters fresti: “12:03. Á ég að fá mér kjúkling eða túnfisk? 12:12 Kjúklingur! 12:24 Vá hvað ég er södd.
Óviðeigandi á Facebook
- Þegar fólk taggar þig á mynd sem er ekki góð (þú kannski með lokuð augu eða að borða).
- Þegar fólk setur myndir af þér á Facebook og þú ert ekki sjálf á Facebook.
- Þegar fólk taggar þig á mynd sem þú ert ekki einu sinni á (t.d. jólatré eða einhver staður).
- Heilt albúm með myndum úr útileigunni í fyrra, flestar úr fókus.
- Heilu albúmin með myndum af ungabörnum eða gæludýrum.
- Sjálfsmyndir, eða prófíl myndir, teknar í spegilinn inni á baði.
- Prófílmynd af gæludýri eða teiknimyndakarakter.
- Prófílmynd þar sem viðkomandi skýtur fram stút á varirnar.
Fleira ‘no-no’ á Facebook
- Léleg stafsetning og málfar.
- Statusar sem hafa eitthvað að gera með mánudaga.
- Statusar um hvað þú varst að borða, ert að fara að borða, ert hætt að borða.
Ömmureglan og fleiri góðir siðir
- Góð regla er að setja aldrei myndir á Facebook, hvorki af þér né öðrum, sem amma myndi ekki þola að sjá. Svokölluð ‘ömmuregla’.
- Það sama gildir fyrir málfarið og það sem þú segir á Facebook. Mundu ömmu gömlu.
- Aldrei setja myndir af börnum annara á Facebook án þess að fá leyfi fyrst.
- Ef þú sérð mynd af sjálfri þér á Facebook sem þú ert ósátt við. Smelltu þá á Report/Remove Tag valkostinn eða hafðu samband við manneskjuna sem setti myndina inn og fáðu hana til að taka hana út.
Fyrst og síðast verðum við að muna að sýna alltaf öðrum nærgætni og tillitssemi á Facebook. Við skulum einnig muna að það er auðvelt fyrir aðra að kanna líf okkar, tengsl og athafnir í gegnum þennan samskiptavef. Það er því gott að nota stillingarnar óspart. Sýna ekki ‘öllum allt’ og hafa eitthvað út af fyrir okkur sjálf, hvort sem er í stöðuuppfærslum eða myndbirtingum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.