Hin 86 ára Lee Wachtstetter er kona að okkar skapi. Þegar hún missti manninn sinn seldi hún heimili sitt í Fort Lauderdale og gerðist íbúi á lúxus skemmtiferðaskipinu Crystal Serenity.
Mama Lee eins og hún er kölluð um borð, hefur búið á skipinu í hátt 7 ár. Hún segir að eigimaðurinn sinn, Mason, hafi kynnt sig fyrir skemmtiferðasiglingum. Á þeim 50 árum sem þau voru gift hafi þau farið í 89 siglingar. Hún hafi nú farið í um 100 fleiri siglingar sjálf og 15 siglingar í kringum hnöttinn.
,,Daginn áður en maðurinn minn dó úr krabbameini árið 1997 sagði hann mér að hætta aldrei að sigla. Svo hér er ég í dag, algjörlega laus við stress og lifi sannkölluðu ævintýra lífi.”
Aðspurð að því hve mörg lönd hún hafi heimsótt svarar hún að hún hafi hætt að telja eftir 100. En segir þó að hún hafi komið í flest öll lönd sem hafi höfn. Og bætir við að hennar uppáhalds lönd séu Asíulöndin, því þau séu svo frábrugðin Bandaríkjunum. Hún segist vera nánast hætt að fara í land þegar skipið stoppi í höfn. Hún hafi séð öll löndin nú þegar og að hún hafi skipið fyrir sjálfa sig meðan aðrir skoði sig um. Istanbúl sé þó undantekning því hún standist ekki Grand Bazaar markaðinn. Þar finni hún falleg, glitrandi og konungleg dress sem hún geti notað bæði dagsdaglega og formlega á góðum prís. Hún segist þurfa að halda aftur að sér þar sem káetan hennar sé ekki stór.
Búsetan á Crystal Serenity kostar Mömmu Lee um 164.000 dollara á ári og er allt innifalið. Sem er ekki svo mikið þegar allt er tekið saman. Hún þarf því engar áhyggjur að hafa og segist aldrei hafa orðið veik á þessum 7 árum sem hún hafi búið um borð. Þakkar hún góðu ónæmiskerfi fyrir það, en Mama Lee starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur.
Í frítímanum dundar Mama Lee sér við krosssaum og hún segist dansa í nokkra tíma á hverju einasta kvöldi. Áður en hún flutti um borð í Crystal hafi hún búið á skipinu Holland America í 3 ár en ákvað að flytja sig um setur þegar danskvöldin þar voru tekin af dagskrá.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=2CmV3mMlLzw[/youtube]
Hér má svo sjá Mömmu Lee taka sporið á jólasýningu Crystal Serenity.
Það er greinilega að Mama Lee er sannkölluð pjattrófa sem kann að lifa lífinu lifandi. Hún segist vera heldur betur dekruð um borð þar sem starfsmenn skipsins séu nú eins og fjölskylda, það eina sem hún saknar eru synir hennar 3 og barnabörnin 7… en hún talar við þau daglega og heimsækir í hvert skipti sem skipið landar í Miami.
Heimild og myndir hér.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.