Þú ert að fara að hitta vinkonurnar í fínan kvöldmat og áttar þig allt í einu á því að þú ert bara búin að setja á þig smá hyljara og púður og átt að vera mætt á staðinn eftir 10 mínútur. Hvernig áttu að redda því? Hér koma nokkrar skotheldar aðferðir við að láta mann líta út fyrir að hafa eytt hálftíma í að mála sig, en í rauninni voru það bara 5 mínútur…
- Leighton Meester úr Gossip Girl skartaði flottu lúkki á rauða dreglinum. Í það þarftu einungis svartan blýant, svartan augnskugga og maskara. Byrjaðu á að setja blýandinn í táralínuna, settu svo línu af honum við efri augnhárinn. Taktu því næst bursta með frekar stuttum hárum og settu svartan augnskugga yfir blýantinn og dreifðu aðeins úr honum. Engar áhyggjur þó að eitthvað fari útfyrir, getur lagað mistökin með eyrnapinna. Settu svo maskara á efri og neðri augnhár, gloss á varir og þú ert tilbúin!
- Perlulitaður augnskuggi er algjör snilld. Á vorsýningunni hjá Chanel mátti sjá það á fyrirsætunum. Þú þarft að eiga beige blýant, svartan blýant og perlulitaðan augnskugga (helst kremaðan).Byrjaðu á því að setja beige-blýantinn í táralínuna og svarta blýantinn við efri augnhár. Svo seturðu perlu augnskuggann yfir allt augnlokið og blandar hann upp að augabrún. Það er svo hægt að nota ferskjulitaðan skugga sem skyggingu yst á augun. Lúkkið er toppað með svörtum maskara á efri augnhár.
- Rauð augu OG varir –Þarf ekki alltaf að vera ógnvekjandi en rauðbleikur kremaður kinnalitur er settur á augnlokin og blandað út á kinnbeinin, því næst er örlítill hvítur augnskuggi settur í innri augnkrókinn til að birta upp augun. Mikið af svörtum maskara er því næst sett á augnhár og rauðum varalit dúmpað létt yfir varirnar og gloss yfir! Þetta útlit sást á vorsýningu hjá Annu Sui og Pat McGrath farðaði fyrirsæturnar.
- Rachel McAdams var mega flott á rauða dreglinum í sumar með bleikar kinnar og varir. Það er hægt að ná þessu fram á örfáum mínútum með kremuðum bleikum kinnalit en hann er settur með þéttum bursta á kinnarnar, og svo á varirnar með fingrunum. Maskari settur á augnhár og glær gloss yfir varirnar ef maður vill gera meira!
- Náttúrlega lúkkið hefur verið mjög vinsælt og það þarf ekkert meira en léttan farða á andlit, “high-lighter” á kinnbein (líka enni, miðju nefs og höku ef einhver vill), karmellulitaðan augnskugga, smá maskara og nude eða fölbleikan varalit!
Prófaðu sjálf næst þegar þú ert tímabundin og finndu hvað það þarf lítið til að gera sig ótrúlega pæjulega. “Minna er meira”
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com