Makeup: 4 ómissandi vörur til fríska upp á sig yfir daginn

Makeup: 4 ómissandi vörur til fríska upp á sig yfir daginn

makeupyfirdaginn

Mér finnst nauðsynlegt að hafa með mér fáar en mjööög vel valdar snyrtivörur í veskinu til að fríska upp á mig yfir daginn.

Ég mála mig á morgnanna, eins og við flestar, og það helst í rauninni vel á allann daginn, en mér finnst þó alltaf þægilegt að geta aðeins frískað upp á lúkkið og lagað þegar líða fer á daginn.

Það sem mér finnst nauðsynlegt að hafa í veskinu mínu….

Screen Shot 2016-02-22 at 1.03.44 PM

1. Hyljari

Mér finnst ótrúlega þægilegt að hafa hyljara með mér í veskinu. Þessi hyljari (True Match) er uppáhalds “tösku hyljarinn” minn.

Annika förðunarmeistariÞað sem er svo þægilegt við hann eru umbúðirnar, en mér finnst svo gott að geta dúmpað bara á svæði sem þurfa hulu með því að nota litla svampinn á endanum  (passa að setja bara smá) og dreyfa svo/dúmpa með fingrunum

2. Augnblýantur

Fyrir þær sem nota augnblýant nánast daglega eins og ég, þá er voða þægilegt að hafa hann með sér til að laga og bæta aðeins yfir daginn. Ég er oft með brúnann blýant svona dagsdaglega og nota hann til að rétt skerpa á augunum.

3. Maskari

Mér finnst líka mjög mikilvægt að hafa maskara í töskunni. Bara rétt til að dekkja aðeins og hressa upp á þetta yfir daginn. Þessi á myndinni er frá MAC.

4. Varasalvi/varalitur eða gloss

Ég verð að hafa eitthvað á varirnar á mér með í veskinu, annars finnst mér ég allsber. Mér finnst best að hafa með mér varasalva eða gloss og setja bara smávegis á varirnar. Finnst það fríska mikið upp á.

Þessi fjögur item eru ekki fyrirferðarmikil í töskunni en gera
ó svo margt fyrir pjattrófuna. Bæði útlit og líðan.

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest