Svört smoky förðun er eitt af aðal förðunartrendum haustsins. Ég gjörsamlega elska þetta lúkk af því þessi förðun gerir augun svo dramantísk og áberandi.
Þegar förðunin er gerð er lang fallegast að halda annari förðun í algjöru lágmarki. Fallegast er að einblýna einungis á augun og hafa restina af förðuninni á andlitinu látlausa. Mundu bara að mýkja augnskuggann vel, það er afar mikilvægt!
Hér koma nokkar myndir sem sýna þessa klassísku og skemmtilegu förðun:
Hér kemur mín útgáfa:
Það er eitthvað svo sjarmerandi við fallega smoky förðun. Ég elska dökku straumana sem haustið bíður upp á.
Hér útskýri ég í 6 skrefum hvernig á að gera smokey.
Hér er myndband frá Dior sem sýnir hvernig á að gera smokey.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com