Make up A í Kolaportinu

Make up A í Kolaportinu

Í dag og á morgun ætlar Sóley Ástudóttir, betur þekkt sem Sóley Make up artist, að vera með bás í Kolaportinu þar sem hún ætlar meðal annars að selja lager af þrælgóðum snyrtivörum sem heita Make up A og hún Hafdís hefur skrifað um hér á blogginu.

Hafdís mælir sérstaklega með stifts-meiki frá þeim en hún skrifaði um það í þessari færslu þegar við áttum enn heima á blogspot. Meðal þess sem Sóley er að selja í dag eru mjög góðir augnskuggar á 300 kr og  förðunarpenslar á 500 kr.

So… ef þig vantar eitthvað og átt ekki masser av penge þá er Kolaportsbásinn hennar Sóleyjar kannski málið fyrir þig í dag?

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest