Þá er komið að enn einu strákaviðtalinu hjá okkur en hér er það leikarinn, málarinn og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson sem svarar því meðal annars hvort hann hafi gert hamborgara frá grunni og hvað hann myndi gera ef hann væri borgarstjóri í viku.
Hvernig finnst þér best að byrja daginn? Með hafragraut og TM hugleiðslu á góðum morgni.
Hvernig bregstu við stressi? Ég reyni að blasta mér með annað hvort hlaupum, körfubolta, fótbolta, sundi eða reiðhjólatúrum og reyni svo að ná ballance eftirá með hugleiðslu. Ég er með kröftugt adhd og þetta eru öflug trix sem ég reyni að nota nær daglega til að halda mér í samhengi í samfélagi manna.
Ertu skipulögð manneskja? Er kannski ágætur í að skipuleggja einn dag í einu á blaði en að fara eftir því fer eftir því hvort ég finn blaðið aftur eða er búinn að gleyma hvað ég var búinn að skipuleggja. Að skipuleggja vikuna er alltaf jafn undarleg athöfn fyrir mig.
Leiðinlegasta vinna sem þú hefur unnið? Selja áskriftir í gegnum síma.
Það skemmtilegasta við starfið þitt í dag? Er ekki í starfi en er í allskonar viðurværum. Fjölbreytileikinn er mér nauðsynlegur.
Hvað gerirðu til að halda geðheilsunni góðri? Nokkurnveginn það sama og við stressi.
Hvaða smáforrit notarðu mest í símanum þínum? Reminder og Studiomini.
Uppáhalds lagið 2013? Ég breytist alltaf í sautjána ára stelpu þegar ég heyri lagið með Get Lucky gæjanum.
Hvað skilurðu ekki við hitt kynið? Ekkert. Ég skil mig aftur á móti ekki bofs í sambandi við hitt kynið.
Hefurðu gert hamborgara frá grunni? Næstum frá grunni, já. Hann var rosalega vondur, by the way.
Besti veitingastaður sem þú hefur komið á? Skalli Ögurhvarfi. Ekki spurning.
Kaffi með mjólk eða svart? Með mjólk á efri árum.
Ef þú værir borgarstjóri í viku og fengir 200 milljarða til ráðstöfunar, – hverju myndirðu breyta fyrst?
- Mánudagur: Ég myndi finna leið til að loka Hörpunni eða breyta henni í inni skíðahöll.
- Þriðjudagur: Opna nýjan banka fyrir Reykvíkinga (sendið mér smáskilaboð ef þið viljið nánari útlistingar).
- Miðvikudagur: Færa flugvöllinn til um nokkra metra og búa svo til lög (ef það er hægt) um að það sé bannað að tala um hann í 100 ár.
- Fimmtudagur: Setja upp rafmagnslestarkerfi og banna bíla í miðbænum.
- Föstudagur: Ég myndi gefa Stefáni Karli og Regnbogasamtökunum 20 milljarða í það minnsta. Sú athöfn tekur heilan dag.
- Laugardagur: Opna ADHD inni og útivistarsvæði um alla borg. Tarzanleikir, braml og öskurherbergi svo eitthvað sé nefnt.
- Sunnudagur: Byggja viðbótina hans Guðjóns Samúelssonar við Sundhöllina (ef einhverjir trúleysingjar eru til í að vinna þennan dag með mér).
Hefurðu prófað að sleppa því að nota sjampó og hárvörur? Sleppa? Á maður að nota “hárvörur?”
Næsta stóra tilhlökkunarefnið? Að komast klakklaust í gegnum þennan dag ef ég finn dagsplanið.
Eitthvað að lokum? Það er ekkert “að lokum” hjá mér. Það er svo endanlegt eitthvað.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.