Nú hef ég prófa mestu snilldina, Magnetic Lash maskarann frá Santhilea!
Ég hef flakkað mikið á milli maskara frá því ég byrjaði að nota þá en eini maskarinn sem ég hef virkilega verið ánægð með fæst ekki á landinu og það er Benefit. En nú get ég byrjað að brosa því ég fann annan alveg jafn góðan!!
Magnetic Lash maskarinn er trefjamaskari. Ég hlakkaði til að prófa þegar ég fékk hann í hendurnar því ég hafði heyrt að trefjamaskarar ættu að gera mikið fyrir augnhárin.
Það tók mig nokkur skipti að átta mig almennilega á því hvernig ég ætti að nota hann en núna er ég búin að mastera þetta!
Hvernig virkar hann?
1. Fyrst set ég maskarann á mig eins og venjulega.
2. Á meðan hann er ennþá blautur set ég Lash builder-inn jafnt á augnhárin, einblíni mest á endana. Leyfi þessu að þorna aðeins en með því kem ég í veg fyrir að trefjarnar detti af.
3. Svo ber ég aftur maskarann á, vel af honum, og passa að gera það í löngum strokum, ekki sikk-sakk því annars losna trefjarnar í sundur.
Útkoman?
Útkoman er frábær! Litlu stuttu augnhárin mín urðu svo fín og flott. Hægt er að endurtaka skref 2 og 3 til þess að fá dramatískara look. Ég prófaði það líka og ég var spurð hvort ég hefði verið í augnháralengingu 🙂 Ekki slæmt það. Það sem toppar svo allt er að hann klessist ekki við augnlokið eins og svo margir maskarar gera, fæ svarta klessu fyrir neðan augnbrúnirnar eftir daginn, en ekki með Magnetic Lash því hann er ekki olíu kenndur.
Ég held ég sleppi gerviaugnhárum núna þegar ég fer fínt út, það er líka ótrúlega auðvelt að þvo hann af, ég verð ekki svona svört í kringum augun eins og vanalega, hann molnar eiginlega og mjög auðvelt að þurrka hann burt með bómul.
Magnetic Lash fæst í Lyf&Heilsu Kringlunni og Lyf&Heilsu Glerártorgi.
Snilldin fær fullt hús stiga frá mér! Fimm stjörnur! [usr 5]
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður