Madonna hefur átt sér bæði langan og litríkan feril síðustu 25 ár í tónlistarbransanum. Hún hefur einnig verið einlægur aðdáandi Marilyn Monroe en svo virðist sem Madonna hafi reynt að feta í fótspor Marilyn Monroe með ýmsum hætti.
Marilyn Monroe var t.d. sögð hafa verið ástkona Kennedy forseta en margir telja að það samband hafi á endanum dregið hana til dauða. Madonna hefur státað af og átt sér marga elskhuga en ætli það sé tilviljun að hún átti einnig í ástarsambandi við son Kennedy , John F. Kennedy jr.
Þessar myndir sýna að þó Madonna sé ein sú snjallasta þegar kemur að tónlistarbransanum og markaðssetningu innan hans þá er daman ekki alveg að finna upp hjólið þegar kemur að stíliseringu. Ansi margt er líkt með myndum hennar og Marilyn Monroe og annara glæsikvenna Hollywood heimsins gamla -ásamt einni breskri prinsessu.
Smelltu til að stækka og skoða þessar skemmtilegu myndir:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.