If you got it, flaunt it… söng Donna Summer hér um árið en þetta útleggst á okkar ástkæra og ylhýra – Ef þú átt það þá skaltu sýna það.
Það þarf víst ekki að segja Hollywood stjörnunum það tvisvar. Þær hika ekki við að sýna skoru ef þær eiga hana til, og sumar eiga meira í skorubankanum en aðrar og taka því óspart út.
Hér er bráðskemmtilegt safn fundið á veraldarvefnum af stjörnunum með mismiklar og mismunandi útgáfur af skorunni góðu. Hér höfum við uppþrýsta skoru að hætti Christinu Hendricks, slétta skoru (Heidi Klum), hálfþrýstna skoru og hálfskoru svo eitthvað sé nefnt.
Nú fer skýjum að létta á himni, sumarið er framundan og þá er um að gera að láta skorurnar brjótast fram. If you got it, flaunt it! Mundu bara að nota sólarvörn!
Jennifer Love Hewitt fyrir sléttum tveimur árum í opnunarpartý á myndinni The Client List
Halle Berry, eða Halla Ber eins og hún hefði heitið í mogganum fyrir einhverjum árum. Stórglæsileg með lúxusskoru á Golden Globes árið 2010.
Katy Perry á Grammy hátíðinni í fyrra. Hún er mikil skorukona og verður seint þekkt fyrir að fela barminn enda stolt af sínum stóru og náttúrulegu brjóstum.
Beyonce í eftirpartý hjá eiginmanninum í Carnegie Hall, febrúar 2012. Brosmild og blíð á manninn með nokkuð dannaða hálfskoru.
Christina Hendricks á frumsýningu myndarinnar I don’t know how she does it, árið 2011. Margur myndi einmitt spyrja sig að því hvernig hún fer að því að ‘púlla’ þessa ofurskoru. Annað eins hefur sjaldan sést í Hollywood.
Fergie, mikil skorukona, á American Music Awards, í nóvember 2010.
Hin smávaxna Hayden Panettie í nóvember í fyrra. Smekkleg hálf-falin skora.
Heidi Klum í fyrra, ekkert að spara skoruna hér góðgjörðarveislu sem Elton John heldur árlega í kringum Óskarsverðlaunahátíðina. Ættum við að kalla þessa útgáfu ‘naflaskoruna’?
Jenny from the Block, J-Lo, eða Jennifer Lopez á sömu Óskarsverðlaunahátíð. Líka með skoru niður fyrir bringu.
Kim Kardashian hefur aldrei verið mjög skorufælin kona. Hér er hún með rómantíska blúnduskoru í 33 ára afmælisveislu sinni sem var haldin í Las Vegas í fyrra.
Mariah Carey verður seint talin með smekklegustu skemmtikröftum heimsbyggðarinnar, – hér er hún rækilega tönuð, ákaflega vel greidd, með fullt af bleikum kinnalit og naflaskoru á Golden Globe hátíðinni þann 17 janúar 2010.
Snooki hefur lýst því yfir að sér finnist brjóstin á sér viðbjóðsleg, hér virðist þó einhver sátt ríkja milli vinkvennanna því hún er að minnsta kosti ekki að fela þær. Á MTV hátíðinni í september í fyrra.
Jessica Simpson er ein af þeim Hollywood skvísum sem grennist og fitnar hvað hraðast á víxl en daman hefur á mjög stuttum tíma alið tvö börn og gerðist nýlega talskona Weight Watchers. Því er um að gera að leyfa bara skorunni að njóta sín.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.