Kyntröllið Sean Connery, sem lést nú í fyrradag níræður að aldri, átti eitt sinn heima í þessu íðilfagra húsi í Suður- Frakklandi og nú hafa seinni eigendur sett það á sölu. Ekki að einhver lesenda Pjattsins sé sérlega líklegur til að rjúka upp og splæsa í slotið en það er engum ofsögum sagt að þetta er með því flottasta sem sést.
Við erum að tala hér um inni og útilaug, gufu og gym og útsýni sem kostar. Húsgögn upp á tugi milljóna og dýr og flott málverk upp um alla veggi. Nágrannarnir eru heldur ekki af verri endanum, Elton John býr víst á svæðinu þarna við frönsku ríveruna.
Um að gera að skella sér þarna í huganum í dag í ímyndað garðpartý með Elton á kantinum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.