Í seinni tíð veit ég fátt dásamlegra en að fara í sumarbústað, grilla og elda góðan mat, hoppa í pottinn og slaka á með fjölskyldu og vinum.
Eitt af því sem mér finnst ekki eins skemmtilegt er að þrífa bústaðinn að dvöl lokinni, eða vanta allt í einu eitthvað alveg hreint bráðnauðsynlega í matargerðina eða kokteilinn. Þá vildi maður stundum óska þess að bústaðurinn væri hótelherbergi og að hægt væri hreinlega að panta fíneríið í sælukotið – svo ekki sé minnst á þrifin.
Það er líka þægilegt að þurfa ekki að taka með sér sængurföt og handklæði, enn betra að láta þrífa eftir sig þegar húsið er yfirgefið og dásamlegt að njóta náttúrunnar og lífsins gæða, heyra hrossagaukinn gala og lóuna syngja í næturkyrrðinni án þess að þurfa að aka allt of langt út fyrir borgarmörkin.
Árið 2010 voru reist nokkur gullfalleg heilsárshús í brekkunni fyrir framan Hótel Glym í Hvalfirðinum. Húsin eru rúmgóð og glæsileg en ég fór í eitt sem kallast Hornsteinn. Það samanstendur af tveimur svefn og baðherbergjum en í miðjunni er sameiginlegt eldhús og stofa. Risastór verönd er fyrir framan húsið með þægilegum heitum potti sem snýr í suðurátt og hefur útsýni yfir fjöllin og fjörðinn.
Í báðum svefnherbergjum eru sjónvarpstæki en rúmin eru mjúk og þægileg öfugt við það sem oft gerist í hefðbundnum bústöðum. Gluggarnir á húsinu ná frá gólfi og upp í loft og mikil birta flæðir inn í rýmið sem er allt einstaklega smekklega innréttað og glæsilegt.
Það er líka þægilegt að þurfa ekki að taka með sér sængurföt og handklæði, enn betra að láta þrífa eftir sig þegar húsið er yfirgefið og dásamlegt að njóta náttúrunnar og lífsins gæða, heyra hrossagaukinn gala og lóuna syngja í næturkyrrðinni án þess að þurfa að aka allt of langt út fyrir borgarmörkin.
Fleiri hús eru í boði í Þorpinu við Hótel Glym en þau eru öll þematengd og stíluð inn á að gestir hafi það sem allra best sama hvort um pör í ástarhugleiðingum, vinafólk eða fjölskyldur er að ræða.
Í stuttu máli myndi ég segja að þessi valkostur sé hreinlega frábær fyrir alla sem vilja fara saman út fyrir borgarmörkin til að gera sér dagamun.
Athugaðu að verðið er talsvert hagstæðara yfir vetrartímann en sumarið og þá sér í lagi þegar fólk skiptir kostnaðinum á milli sín.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.