Ég á nokkrar tegundir af hitavörnum og hárolíum. Mér finnst gott að halda mig ekki alltaf við sömu vörurnar vegna þess að þegar ég skipti á milli finnst mér það auka á virkni efnanna.
Þetta er hægt að heimfæra yfir á allar snyrti- og hárvörur eins og margir snyrti- og förðunarfræðingar hafa bent á í gegnum tíðina, get staðfest að hér er ekki um að ræða sölutrix af þeirra hálfu, þetta virkar.
Ég er búin að nota Luxe Oile frá Wella reglulega síðan í byrjun janúar, er bara nokkuð ánægð með hana og mun koma til með að nota hana áfram.
Það sem þarf að passa þegar hárolíur eru notaðar er að nota alls ekki of mikið því þá verður hárið bara feitt og flatt. Ég nota tvær pumpur af þessari olíu til að blása hárið upp úr og í mesta lagi tvær eftir blástur og sléttun. Olían á að virka sem bæði hitavörn og olía í enda.
Í raun tekur því ekki að slétta hárið ef ekki er notuð hárolía í endana eftir á. Sem sagt, svona olíur eru algjörlega punkturinn yfir i-ið í hársléttun, krullun og hárblástri.
Umsagnir á Lookfantastic.com:
“I use this oil to help define my natural curls. I LOVE the smell, its amazing!!” -Claire
“This is lovely to use and smells absolutely gorgeous. Left hair feeling shiny and soft. Would definitely recommend.” -Debbie
Olían fær 4 og 1/2 stjörnu af 5 mögulegum inn á síðunni.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.