Leikkonan Lupita Nyong’o hefur heldur betur skotist upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu í kvikmyndinni 12 Years a Slave.
Leikkonan, sem er þrítug, útskrifaðist úr leiklistardeild Yale háskólans árið 2012 og var strax boðið hlutverkið í kvikmyndinni fyrrnefndu en hún fékk meðal annars verðlaun sem besta aukaleikkona á SAG verðlaunahátíðinni og hefur verið tilnefnd til margra annara verðlauna en kvikmyndin þykir afar sigurstrangleg sem besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Lupita hefur ekki aðeins slegið í gegn í 12 Years a Slave heldur virðist hún ekki stíga feilspor á rauða dreglinum og mætir oftar en ekki í sterkum litum sem fara henni sjúklega vel. Hárið er ekki mikið að þvælast fyrir henni en það er mjög stutt og andlitið hennar og andlitsfall bera þá klippingu mjög vel.
Tískurisinn Miu Miu hefur valið hana sem andlit sitt árið 2014 og skal engan undra sú ákvörðun enda er leikkonan gullfalleg og ber flestar ef ekki allar flíkur vel.
Ég mæli með því að þú fylgist með þessari upprennandi leikkonu í framtíðinni bæði á hvíta tjaldinu og utan þess.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig