Hér er snilldar myndband þar sem farið er í gegnum tískuna í London en parið dansar í gegnum áratugina klædd tískunni frá árunum 1911 -2011.
Í myndbandinu hverfur síðan dansherrann árið 1940 þegar hann er kvaddur í herinn. Hér sjáum við allt frá Charleston, rokki, hippatímabilinu, pönki, diskó og yfir í okkar tíma og sést tískan snilldarlega vel – bæði danstískan og fatatískan.
Frábært myndband, skemmtilega klippt saman – góða skemmtun!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7JxfgId3XTs[/youtube]Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.