Ég hef fram til þessa verið ólm í amerískar pönnukökur og þótt svo ljómandi tilvalið að gera þær um helgar. Á meira að segja litla pönnu sem steikir fjórar í einu. Rosa fínt.
Hér er uppskrift að dásamlegum íslensk/amerískum pönnukökum/lummum sem engann svíkja og allra síst heilsuátakið.
- 2 dl hveiti/heilhveiti/ spelt (má vera hvaða hveiti sem er í raun! ég nota spelt)
- 1 msk hrásykur eða annað sætuefni
- 1 tsk lyftiduft
- 1/4 teskeið salt
- 1 dl haframjöl
- 2 og hálfur dl mjólk
- 2 msk matarolía
- 1 egg
Hræra öllu vel saman og hægt er að nota hvort sem er pönnukökupönnu eða venjulega pönnu og nota svo sósusleif til að gera litlar lummur (það er betra að hafa þær litlar).
Auðvitað breyti ég þessu svo eftir smag og behag. Í morgun stappaði ég t.d. smá banana og bætti útí ásamt hveitikími.
Það er hægt að setja kanil og rúsínur, eða bláber og fyrir litlu stelpuna mína setti ég nokkrar súkkulaðirúsínur út í bananapönnsuna í morgun.
Svo er gott að setja pínu hunang og/eða vanilludropa ef manni langar.
Þetta er meiriháttar gott og ofboðslega auðvelt 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.