Eftir að landinn uppgötvaði fyrirbærin highlighting og contouring urðu íslendingar ýmist betur farðaðir eða undarlega flekkóttir.
Ég tel þetta hafa verið til bóta eða amk fyrir þær sem ekki hafa lært förðun. Að skyggja og lýsa er alls ekki flókið ef maður bara æfir sig smá og er með réttu vörurnar í verkið.
Nú er ég ekki förðunarfræðingur og enginn áberandi mikill meistari í að mála mig en hef verið að æfa mig í þessu undanfarna mánuði.
Æfingin skapar jú meistarann og ég er á góðri leið, – þó ég geti alltaf bætt mig í þessu skemmtilega dútli sem það er að mála sig.
Út frá þessu… semsagt; venjuleg ung kona sem prófar sig áfram í framandi förðun þá fæst ansi góð niðurstaða í því að skyggja og lýsa með Lumi Drops frá GOSH. Þetta eru skemmtilegar vörur og fjölbreyttar og þú getur notað þær á ýmsa vegu.
1. Blanda við meik
Uppáhaldið mitt er að blanda nokkrum dropum af ljósasta litnum við meikið mitt. Ég blanda á handabakinu (eða í lítilli blöndunarskál) og nota svo stippling brush frá Real Techniques til að bera á mig. Með þessu næ ég fram ótrúlega fallegum ljóma á húðina, sem er alls ekki of mikill eða yfirþyrmandi.
2. Bæta ljóma á kinnbein
Það er mjög fallegt að setja smá af þessum ljósa efst á kinnbein eftir förðun, til að kalla fram aðeins meiri ljóma þar.
3. Yfir farða
Ég hef líka notað LUMI ofan á farðann eftir að ég hef borið hann á mig. Það er mjög auðvelt að byggja upp litinn með Lumi Drops og þess vegna nota ég mismunandi liti eftir svæðum á andlitinu. Ég hvet þig til að prófa þessa dropa en þeir fást í öllum verslunum Hagkaups í snyrtivörudeildinni!
[usr 3.5]
Ég hvet þig líka til að prófa þig áfram með allskonar highlighting þetta er mjög skemmtilegt og getur gefið förðunni sterkari og öðruvísi áhrif og mótað andlitið með flottum hætti.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður