Ég á frábæra vinkonu sem ég kalla “Lúlla frænda”…
Lúlli frændi er mikill snillingur sem kann að hafa gaman af lífinu en í gær gerði hún daginn minn góðan með því að klæða sig upp í tilefni af Öskudeginum.
Hún hringdi í mig þar sem hún var á leiðinni í Sorpu að henda fötum og ég náði beinni útsendingu af manninum í Sorpu verða algerlega ruglaður í ríminu af þessari fullorðnu manneskju sem var mætt þarna ein á hvítum Subaru, uppdressuð í tilefni Öskudagins. Fyrst heyrði ég hann spyrja hvort hún væri veik. Hann hélt nefninlega að skeggið væri klútur. Svo heyrði ég þegar hann varð alveg ringlaður og hélt að hún væri karlmaður með mjög skæra rödd.
Auðvitað fékk Lúlli bara hláturskast og spurði hvort hún ætti ekki að syngja fyrir Sorpustarfsmenn. Hún þurfti þess ekki en fékk bara nammið. Sönglaust.
Lúlli er þriggja barna móðir í virðulegu starfi hjá opinberri stofnun en undir yfirborðinu býr snillingur sem lætur kjánalegar reglur lönd og leið og flippar á eigin kostnað -„bara til að lífga svolítið upp á þetta.“
Á Öskudaginn var hún tékkneski verkamaðurinn -Stanislav Stolicnhaia og sinnti hefðbundum erindum sem slíkur.
Best fannst mér að hún skellti sér jafnframt í litun og plokkun þarna inni á Hótel Sögu þennan dag… ég náði réttsvo að bruna við og sjá hana þar sem ég var á leið í vinnunna.Ekkert smá flott dress…
Ég held ég verði með á næsta ári.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.