Mary Louise Brooks var sporðdreki, fædd 14 nóvember árið 1906. Hún var þó helst þekkt sem Louise Brooks, þöglumyndaleikkona og eitt tímalausasta icon sem um getur í sögu tískunnar. Hún kom t.d. bob klippingunni á kortið og hefur þessi klipping ekki dottið úr tísku síðan (skrifar hér ein sem sportar bob um þessar mundir).
Frægasta hlutverk Louise var í myndinni um Pandóruöskjuna (Pandoras Box) og Diary of a lost Girl. Hún lék í 17 myndum og gaf út vinsæla ævisögu sem bar titililnn Lulu in Hollywood.
Louise Brooks hafði þessa heillandi dulúð sem var svo vinsæl á árum þöglu myndanna, hún var líka skemmtilega strákaleg um leið og hún var kvenleg fram í fingurgóma og hafði afar mikinn klassa. Það þarf t.d. enginn að segja mér að Coco Chanel hafi ekki séð mynd með þessari dívu. Svo ótrúlega flott.
Louise var svo tímalaus að þessar myndir gætu eins verið úr nýjasta Vouge en ekki sirka 100 ára
__________________________________
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.