London er borg sem ég hef alltaf verið svoldið skotin í en nú er skotið orðið alvarlegt og ég held að ég sé ástfangin!
Ég fór til London í 10 daga núna í byrjun september. Fór á marga flotta veitingastaði, dansaði salsa á risastórum salsaklúbbum, fór á Camden markaðinn , drakk Mojito um miðjan dag, fann flotta vintage gersemar í búðum borgarinnar og auðvitað verslaði af mér bossann.
En það sem stóð uppúr var námskeiðið sem ég fór á í London College Of Fashion.
Ég lærði mjög mikið af þessu námskeiði og þetta var alveg ótrúlega gaman. Kennarinn minn hefur verið stílisti í yfir 20 ár og hún veit bókstaflega ALLT um tísku og stíliseringu.
Við gerðum allskonar verkefni og í lokaverkefninu okkar fengum við módel og fórum á Oxford street og klæddum hana upp, án efa skemmtilegasta verkefni sem ég hef fengið í skóla!
Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir stelpur (og stráka líka) sem hafa mikinn áhuga á tísku og stíliseringu. Það er alltaf gaman að fara í annað land og fá smá menningu beint í æð.
Hér eru nokkrir punktar sem ég lærði af námskeiðinu fyrir ykkur skvísur:
- – Ef þú ert með breiðar mjaðmir og vilt fela það skaltu ganga í dökku að neðan og ljósari lit að ofan. Einnig er gott að vera í einhverju með skrauti á öxlum sem dregur athyglina frá mjöðmunum.
- – Ef þú villt kaupa þér mjög dýra flík skaltu hafa hana í lit sem er ekki mjög áberandi t.d. brúnu, svörtu eða gráu. Ef þú mætir í sama skærbleika bolnum í vinnuna í viku taka allir eftir því en ef bolurinn er svartur tekur enginn eftir því.
- – Aldrei ganga í hvítum lit sem er hvítari en tennurnar og augnhvítan þín. Þegar þú gengur í hvítum lit sem er hvítari en tennurnar læturðu tennurnar líta út fyrir að vera mun gulari en þær eru. Þegar augnhvítan virðist gul lítur maður út fyrir að vera veikur og það er ekki mjög smart.
- – Með því að ganga í sokkabuxum og skóm í sama lit læturði leggina líta út fyrir að vera lengri.
- – Það líta allir fabjúlus út í flíkum sem eru í sama lit og augun í þeim. Þannig ef þú ert ekki viss um hvaða litur hentar þér þá kaupiru þér flík í augnlitnum þínum. Það dregur fram augnlitinn þinn og augun verða skærari og flottari.
Það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast elsku konur! Just go for it!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.