Hér er stórkostlega skemmtilegt leiðbeiningamyndband um hvernig að að stunda kynlíf á netinu, eða cybersex, eins og það var kallað í gamla daga.
Myndbandið er í senn mjög vandræðalegt um leið og það á að vera kynæsandi… eða eitthvað í þeim dúr.
Leiðbeinandinn er í jólapeysu og gæði myndbandsins eru afleit en það væri nú skemmtilegt að fá að sjá þetta til enda. Hvað gerist?!
Og framleiðandi myndbandsins hefur ekki alveg verið með allt á hreinu því eina stundina situr hún í jólapeysunni sinni og setur netkynlífið af stað en á innan við sekúndubroti er hún komin úr peysunni og situr ber að ofan fyrir framan tölvu sem er á stærð við Hagkaup í Skeifunni. Vel girt og til í hvað sem er.
Félagar sem halda úti heimasíðunni Found Footage Festival segjast hafa fundið VHS myndbandið í skranbúð í Minnesoda og sett á Youtube í kjölfarið. Þetta virðist nokkuð greinilega vera löngu fyrir tíma fyrirbæra á borð við Einkamál og álíka vefi en það er gott að sjá að frökenin er full af sjálfstrausti og ekkert að flækja þetta fyrir sér heldur vindur hún sér beint í málin: ‘I’m really horny and I’m looking for some good cybersex are you interested?’

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.