Hver vill ekki sjá andlitið sitt á ristuðu brauði!? Maður spyr sig.
Nú getur þú keypt brauðrist sem brennir þitt eigið fagra andlit á sneiðina. Brauðristin er framleidd af Vermont Novelty Toaster Corporation en þau sérhæfa sig í að græja brauðristar sem rista myndir af öllu milli himins og jarðar– á brauð.
Hvern hefði grunað að brauðristun og list færu saman?
Brauðrist sem þessi kostar 75 dali á Amazon.com en þú myndir líka þurfa sérstakan straumbreyti því þetta er jú markaðssett í Bandaríkjunum.
Ef þig langar ekki að hafa sjálfa þig á ristuðu brauði má alltaf panta mynd af þeim sem þú elskar, barninu, hundinum, bóndanum… já, bara hvaða fallega andliti sem er. Það má líka skipta um myndir og panta nýjar og svo er hægt að panta setningar á brauð.
Tilvalið ef maður deilir íbúð með fólki sem maður vill alls ekki að borði ristað brauð frá manni, eða ef maður þarf nauðsynlega að minna sig á eitthvað í hvert sinn sem maður fær sér ristað brauð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.