Reykjavik
15 Mar, Friday
1° C
TOP

LOL: Litlu hlutirnir í lífinu sem fá mann til að bilast

Þú veist að það er talað um að maður eigi að njóta “litlu hlutanna” í lífinu. Það séu þeir sem gefi þessari tilveru okkar gildi og skapi hamingjuna.

Með sama hætti geta litlu hlutirnir í lífinu gert mann geðveikislega óhamingjusaman, alveg upp úr þurru. Sérstaklega ef maður er eitthvað tæpur fyrir, þá geta litlu hlutirnir einfaldlega látið mann bilast. “Snappa” jafnvel. Garga.

Hér eru nokkur dæmi…

640x578(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

1. Til stóð að hita smá plokkfisk upp í öbbaranum. En nei. Gleymdu því.

625x472(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

2. Þú ætlaðir að stroka út eitt orð, ekki klína allt blaðið út í blýi!

625x469(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

3. Teip. True story.

615x409(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

4. Brauð með sultu, kæfu, mysing, osti… dettur ALLTAF á sömu hliðina. Hliðina sem er smurð.

514x771(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

5. Þegar þú ert hrikalega heppin og finnur þetta líka fína bílastæði en nei. Einhver banani á minnsta bíl jarðar ákvað að fela sig í því. Takk fyrir það.

512x640(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

6. Þetta með rennilásinn…

500x492(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

7. Svo ekki sé minnst á þetta! Hvað þá þegar þú ert með langar neglur og stödd á miðri Þorskafjarðarheiði með engan dósaopnara.

500x481(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

8. Ég sá einu sinni mann skrækja á stól og hrinda honum af því tölvusnúran hans festist svona í hjólinu. Það var fyndið.

500x456(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

9. Og hvað er þetta? Er í alvöru ekki hægt að búa til sokka sem standast tær með útrásarþörf?

500x375(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

10. Æi!!

500x375(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)-1

11. Þegar þú ert að pakka inn síðustu gjöfinni á aðfangadag og þetta er restin af pappírnum. Og það er allt lokað. FML

400x536(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

12. FML

400x372(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

13. Þú átt aldrei eftir að ná þessu af. Aldrei. Ekki með góðum árangri. Sættu þig við það.

400x360(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

14. Óþolandi.

400x356(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

15. Og þetta með lakið sem bara krefst þess að fá að vera ekki á dýnunni öðru megin á rúminu. Fer alltaf af. Hvaða skrítna lögmál er þetta eiginlega?

400x300(ByMinScale_TopLeft_Transparent_True)

 

16. Og svo stóð til að reyna að slaka á eftir hörkuerfiðan dag með því að fá sér einn heitan latte en nei, nei góða, sagði mjólkurfernan með herptar varir. Þú ert EKKI að fara að opna mig! Púff.

 

Hefurðu gaman af pistlunum okkar á Pjatt.is? Finndu okkur á Facebook, hakaðu við Like puttann og smelltu á “Get Notifications” – Þá missirðu ekki af neinu 😉

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.