Þú veist að það er talað um að maður eigi að njóta “litlu hlutanna” í lífinu. Það séu þeir sem gefi þessari tilveru okkar gildi og skapi hamingjuna.
Með sama hætti geta litlu hlutirnir í lífinu gert mann geðveikislega óhamingjusaman, alveg upp úr þurru. Sérstaklega ef maður er eitthvað tæpur fyrir, þá geta litlu hlutirnir einfaldlega látið mann bilast. “Snappa” jafnvel. Garga.